Uppstoppun
Gríðarlega margir vilja eiga uppstoppaða hausa af uppáhalds dýrum hangandi uppi á stofuvegg hjá sér, ýmist úr eigin búi, eða veiðidýr sem minna á frækileg afrek, og hetjudáðir margvísar.
Afar áríðandi er að hafa samband við mig áður en slíkum dýrum er lógað, ef viðkomandi er ekki slíku kunnugur, því það er ekki sama hvernig haus er skorinn af.
Auðvelt er líka að spyrja This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Á ég orðið marga símavini um allt land vegna vinnu þessarar. Hérna er stutt, og eftir á að hyggja, skemmtileg saga af viðskiptum mínum við konu á afskekktum sveitabæ sem sendi mér kýrhaus til uppstoppunar. Og kringum það urðu mörg símtöl.
Þegar hausinn kom sá ég strax að hálsinn hafði verið skorinn afar nærri hausnum, það svo að jafnvel var flegið smávegis aftan af öðru eyranu. Hringdi ég strax í hana og spurði hvað hefði orðið um húðina, því fyrsta hugsun mín var að reyna að sauma skinn við aftur. "Búin að henda henni" sagði hún, en þegar ég bar mig svona aumlega, bauðst hún til að reyna að hafa uppá húðinni, og skera af hálsinum til að senda mér. Það tókst henni með miklu erfiði, því húðin hafði lent í sjónum. Síðan kemur þessi hálspartur sem ég beið spenntur eftir, og sé um leið, að það hefur nú ekki verið skorið af þeim enda húðarinnar sem ég ætlaðist til, og hárafar er æði breytilegt, eftir því hvar er á skrokk
skepnunnar. Hringi ég nú einu sinni enn í hana og
segi hvernig málin standa.
"Ja hvur andskotinn. Var það rassgatið."