Fuglar

Misjafnt er hvernig uppsetning er á fuglum, og fer það helst eftir óskum þeirra sem þá eiga, sem og ástandi fuglsins. Algengastar eru tvær uppsetningar, sitjandi á steini, og sitjandi á trjágrein, og greinin þá gjarnan fest á platta sem hengdur er upp á vegg.

Þannig, á veggnum er þetta líka betur varðveitt fyrir, smáum höndum, og köttum, en rykið er allstaðar og til staðar. Ef vængir eru óskemmdir, og vel fiðraðir, eru fuglar gjarnan með þá útbreidda, eða upprétta, stundum þá með bráð í klóm, hrafnar, smyrlar, uglur.